Sigurður Áss Grétars­son, fram­kvæmda­stjóri siglinga­sviðs Vega­gerðarinnar, hefur verið sendur í leyfi frá störfum. Á­stæðan er sam­skipta­vandi hjá Vega­gerðinni og hafa utan­að­komandi sér­fræðingar verið fengnir til þess að vinna úr málinu. 

Vísir greindi fyrst frá og segir að starfs­fólki Vega­gerðarinnar hafi verið til­kynnt um á­kvörðunina í gær. Þar er haft eftir G. Pétri Matthías­syni, upp­lýsinga­full­trúa Vega­gerðarinnar, að málið sé við­kvæmt en að ekki sé reiknað með að úr­vinnsla þess muni taka langan tíma. 

Sigurður gegndi áður starfi for­stöðu­manns hafna­sviðs Siglinga­stofnunar, og var á meðal 25 um­sækj­enda sem sótti um stöðu for­stjóra Vega­gerðarinnar á síðasta ári.