Sigurður tekur við em­bættinu af Maríu Heimis­dóttur sem hefur gegnt em­bætti for­stjóra frá árinu 2018 en hefur nú á­kveðið að láta af störfum.

Stofnunin annast fram­kvæmd sjúkra­trygginga og kaup á heil­brigðis­þjónustu fyrir hönd ríkisins í sam­ræmi við stefnu ráð­herra á hverjum tíma. Eftir­lit með gæðum og árangri keyptrar þjónustu er einnig á hendi stofnunarinnar, auk fleiri verk­efna.

„Það er stórt og á­byrgðar­mikið verk­efni að stýra þessari stofnun. Á þessum tíma­mótum færi ég Maríu Heimis­dóttur mínar bestu þakkir fyrir vel unnin störf og óska nýjum for­stjóra Sigurði Helga­syni vel­farnaðar í starfi“ segir Willum Þór Þórs­son heil­brigðis­ráð­herra.

Sigurður er með meistara­gráðu í stjórn­sýslu frá Ro­skild­e Uni­versitet, með sér­hæfingu í heilsu­hag­fræði og stjórnun heil­brigðis­þjónustu.

Hann hefur stýrt skrif­stofu stjórnunar og um­bóta í fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytinu frá árinu 2013 og jafn­framt verið stað­gengill ráðu­neytis­stjóra. Undir skrif­stofuna falla öll helstu við­fangs­efni sem setja ramma um stjórnun og rekstur ríkis­kerfisins, þ.m.t. fram­kvæmd fjár­laga, fjár­stýring, reiknings­skil og rekstrar­mál­efni ríkisins, lána­mál, um­bóta­starf, staf­ræn um­breyting, eigna- og fram­kvæmdar­mál, eignar­hald fé­laga og stefnu­mörkun í mann­auðs- og kjara­málum.

Sigurður hefur áður gegnt em­bætti að­stoðar­fram­kvæmda­stjóra Nor­rænu ráð­herra­nefndarinnar í Kaup­manna­höfn þar sem hann var yfir­maður fjár­mála og stjórn­sýslu, starfi sér­fræðings í um­bótum í opin­berum rekstri hjá Efna­hags- og fram­fara­stofnuninni (OECD) í París og starfi sér­fræðings í fjár­mála­ráðu­neytinu. Þá stýrði hann um ára­bil ráð­gjafar­fyrir­tækinu Stjórn­háttum sem veitti stjórn­völdum marg­háttaða ráð­gjöf um um­bætur og skipu­lags­breytingar í opin­berri starf­semi.

Sigurður hefur í tengslum við störf sín unnið að fjöl­þættum verk­efnum á sviði heil­brigðis­mála. Meðal annars tók hann virkan þátt í undir­búningi breytinga sem leiddu til laga um sjúkra­tryggingar og stofnunar Sjúkra­trygginga Ís­lands árið 2008.

Þá situr hann í stjórn Nýs Land­spítala ohf. sem annast upp­byggingu á nýjum inn­viðum Land­spítala.