Sigurður Bjarni Hafþórsson hefur verið ráðinn sem viðskipta- og vörustjóri á fyrirtækjasvið Tryggja þar sem hann mun sjá um vöruþróun og viðskiptastýringu fyrirtækja.

Sigurður Bjarni hefur tæplega 20 ára reynslu við störf á tryggingamarkaði sem viðskipta- og vörustjóri fyrirtækja ásamt því að hafa gegnt stöðu forstöðumanns vörustjórnunar, áhættumats og forvarna fyrirtækja hjá VÍS.

Sigurður Bjarni er menntaður viðskiptafræðingur frá Háskólanum á Akureyri.