Sigurður tekur við starfinu af Sigsteini Grétarssyni, sem verið hefur forstjóri síðan 2016. Í forstjóratíð hans hefur félagið lagt mikla áherslu á og eflt samstarfsverkefni í Kína og er nú sú hitaveita með jarðvarma sem er í örustum vexti í heiminum.

Arctic Green Energy og GIC hófu nýlega metnaðarfullt samstarf á sviði hreinnar orku og minnkun kolefnisspor. GIC hefur keypt hlut í Arctic Green Energy og varið umtalsverðum fjármunum til fjármögnunar vaxtar fyrirtækisins í Asíu og Evrópu.

„Sigsteinn hefur leitt fyrirtækið í gegnum vaxtarskeið starfsemi þess í Kína sem hefur sýnt fram á stóran mælikvarða að jarðvarmaorka er mengunarlaus, sjálfbær og innlend lausn á orkuskiptum í hitunargeiranum,“ segir Haukur Harðarson, stofnandi og stjórnarformaður Arctic Green Energy. „Við bjóðum Sigurð Atla velkominn til starfa sem forstjóri. Hann hefur lagt mikið af mörkum í sínum fyrri störfum hjá Arctic Green Energy. Hann er farsæll leiðtogi sem býr yfir reynslu ogþekkingu sem nýtist félaginu í áframhaldandi vexti.“

Arctic Green Energy er leiðandi fyrirtæki á sviði endurnýjanlegrar orku sem sérhæfir sig á sviði jarðvarmaorku, allt frá hitaveitu og kælingu til orkuframleiðslu. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í Singapore en fyrirtækið er með starfsemi í Kína og Evrópu. Rætur Arctic Green Energy liggja í jarðvarmageiranum á Íslandi og það starfrækir þekkingarmiðstöð hér á landi.