Sig­þrúður Guð­munds­dóttir hefur verið ráðin í starf fram­kvæmdar­stjóra Sið­menntar.

Hún hefur verið fram­kvæmdar­stýra Kvenna­at­hvarfsins undan­farin sex­tán ár og áður for­stöðu­maður fé­lags- og skóla­þjónustu Snæ­fellinga, verk­efnis­stjóri inn­leiðingar Olweusar­verk­efnisins og að auki setið í stjórnum ýmissa fé­laga­sam­taka.

Sig­þrúður hefur há­skóla­próf í fé­lags­fræði, mann­fræði og já­kvæðri sál­fræði, auk kennslu­réttinda á há­skóla­stigi.

Hjá Sið­mennt mun Sig­þrúður annast verk­efni sem varða stefnu­mótun fé­lagsins, al­mennan rekstur, mann­auðs­mál og sam­skipti bæði við stjórn­kerfið og al­menna fé­laga. Hún hefur störf 1. septem­ber.