Lífsverk er lífeyrissjóður fyrir háskólamenntaða sem getur boðið hærri ávinnslu réttinda vegna inntökuskilyrða og samsetningar sjóðfélaga. Sjóðurinn var stofnaður 1954 og var í upphafi eingöngu fyrir verkfræðinga en nú geta allir sem lokið hafa grunnnámi frá háskóla sótt um aðild að sjóðnum.
Sigrún mun sinna fjölbreyttum verkefnum á sviði markaðs- og kynningarmála ásamt starfi persónuverndarfulltrúa. Hún er með MS gráðu í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands og lauk grunnnámi í spænsku og sagnfræði frá sama skóla.
Hún hefur víðtæka reynslu úr atvinnulífinu og starfaði lengst af í fjármálageiranum, hjá Straumi-Burðarási, Skilanefnd Kaupþings, MP banka og Kviku banka, meðal annars á sviði markaðs- og mannauðsmála. Þá hefur Sigrún starfað undanfarin ár í ferðaiðnaðinum við markaðs- og kynningarmál.