Lífs­verk er líf­eyris­sjóður fyrir há­skóla­menntaða sem getur boðið hærri á­vinnslu réttinda vegna inn­töku­skil­yrða og sam­setningar sjóð­fé­laga. Sjóðurinn var stofnaður 1954 og var í upp­hafi ein­göngu fyrir verk­fræðinga en nú geta allir sem lokið hafa grunn­námi frá há­skóla sótt um aðild að sjóðnum.

Sig­rún mun sinna fjöl­breyttum verk­efnum á sviði markaðs- og kynningar­mála á­samt starfi per­sónu­verndar­full­trúa. Hún er með MS gráðu í mann­auðs­stjórnun frá Há­skóla Ís­lands og lauk grunn­námi í spænsku og sagn­fræði frá sama skóla.

Hún hefur víð­tæka reynslu úr at­vinnu­lífinu og starfaði lengst af í fjár­mála­geiranum, hjá Straumi-Burðar­ási, Skila­nefnd Kaup­þings, MP banka og Kviku banka, meðal annars á sviði markaðs- og mann­auðs­mála. Þá hefur Sig­rún starfað undan­farin ár í ferða­iðnaðinum við markaðs- og kynningar­mál.