Kadeco hefur ráðið þau Sig­rúnu Ingu Ævars­dóttur og Samúel Torfa Péturs­son og hafa þau þegar hafið störf.

Sig­rún Inga stýrir við­skipta- og markaðs­málum hjá Kadeco. Hún kemur frá Isavia þar sem hún starfaði sem deildar­stjóri sam­göngu- og fast­eigna­tekna á Kefla­víkur­flug­velli og þar áður sem lög­fræðingur við­skipta­sviðs og sér­fræðingur í við­skipta­þróun. Sig­rún er með BA og ML gráðu í lög­fræði frá Há­skólanum í Reykja­vík og situr í nú­verandi stjórnum Awa­rego og Sam­tökum at­vinnu­rek­enda á Reykja­nesi.

Samúel Torfi býr yfir rúm­lega 20 ára reynslu af fjöl­breyttum verk­efnum á sviði um­hverfis- og skipu­lags­mála. Hann er nýr þróunar­stjóri Kadeco en starfaði áður sem ráð­gjafi á um­hverfis- og skipu­lags­sviði hjá VSÓ ráð­gjöf. Samúel hefur sömu­leiðis starfað við fast­eigna­þróun hjá Klasa og hjá Þyrpingu og við verk­fræði­ráð­gjöf í skipu­lagi og sam­göngum hjá Ramböll í Dan­mörku og hjá Línu­hönnun, nú Eflu. Hann er með M.Sc. í um­hverfis- og bygginga­verk­fræði frá Tækni­há­skólanum í Dan­mörku.

Kadeco, Þróunar­fé­lag Kefla­víkur­flug­vallar, hefur það að megin­mark­miði að leiða sam­starf ís­lenska ríkisins, Isavia, Reykja­nes­bæjar og Suður­nesja­bæjar um skipu­lag, þróun, hag­nýtingu og markaðs­setningu lands við Kefla­víkur­flug­völl.

„Það er mikill fengur í því að fá þau Sig­rúnu og Samúel til liðs við okkur. Undan­farin ár hafa verið sér­stak­lega við­burða­rík hjá Kadeco þar sem við lítum til fram­tíðar við þróun land­svæðisins um­hverfis Kefla­víkur­flug­völl. Þar liggja ótal tæki­færi og við erum mjög lán­söm að fá svona öflugt fólk til liðs við okkur í komandi verk­efnum,“ segir Pálmi Freyr Rand­vers­son, fram­kvæmda­stjóri Kadeco.