Sig­ríður Þrúður Stefáns­dóttir hefur verið ráðin mann­auðs­stjóri Kópa­vogs­bæjar. Hún kemur til starfa hjá Kópa­vogs­bæ frá Reykja­víkur­borg þar sem hún starfar sem skrif­stofu­stjóri á Mann­auðs- og starfs­um­hverfis­sviði og stýrir starfs­þróunar- og starfs­um­hverfis­málum. Sig­ríður Þrúður var valin úr hópi tæp­lega 60 um­sækj­enda. Mann­auðs­stjóri mun veita mann­auðs­deild for­ystu en það er ný deild hjá Kópa­vogs­bæ.

Í til­kynningu frá Kópa­vogs­bæ kemur fram að hún hafi einnig starfað sem mann­auð­stjóri hjá Marel og sem sér­fræðingur og ráð­gjafi á sviði mann­auðs­mála fyrir fjöl­mörg fyrir­tæki og stofnanir. Þá hefur hún einnig starfað sem skóla­stjórnandi, verk­efnis­stjóri, fram­halds­skóla­kennari og leið­beinandi á há­skóla­stigi á sviði mann­auðs­stjórnunar, fræðslu- og starfs­þróunar, stefnu­mótunar, markaðs­mála og stjórn­enda­þjálfunar. Hún er einnig stjórn­enda­þjálfari hjá Franklin Covey stjórn­enda­ráð­gjöf.

Sig­ríður er með meistara­próf á sviði mann­auðs­stjórnunar, stjórnunar og stefnu­mótunar en lauk BA Honours námi í ferða­mála­fræði. Hún er með kennslu­réttindi og Diploma í mark­þjálfun. Hún er einnig með vottun frá Franklin Covey, stjórn­enda­ráð­gjöf sem þjálfari.