Sigmar Vilhjálmsson athafnamaður er hættur störfum hjá Keiluhöllinni Egilshöll.

Þessu greinir Sigmar frá á Facebook-síðu sinni en eins og greint var frá í vor seldi hann öll hlutabréfin í Keiluhöll Egilshallar og Hamborgarafabrikkunni.

Sölunni fylgdi það skilyrði að hann starfaði fyrir félagið út árið 2018 og nú er hann hættur störfum.

„Átta mánuðir er langur tími þegar maður hefur selt og hugurinn leitar annað. En með góðu samstarfsfólki þá var þetta hægt. Niðurstaðan 2018 varð enn eitt árið með aukningu í sölu og afkomu,“

„Það er gaman að skilja þannig við, gaman að skila góðu búi af sér. Sérstaklega í ljósi þess að öll fjögur árin hefur verið vöxtur í þessu góða fyrirtæki, hvort sem litið er til veltu, afkomu og starfsmannafjölda.“