Innlent

Simmi hættur hjá Keiluhöllinni

„Átta mánuðir er langur tími þegar maður hefur selt og hugurinn leitar annað. En með góðu samstarfsfólki þá var þetta hægt. Niðurstaðan 2018 varð enn eitt árið með aukningu í sölu og afkomu."

Sigmar Vilhjálmsson Fréttablaðið/Anton Brink

Sigmar Vilhjálmsson athafnamaður er hættur störfum hjá Keiluhöllinni Egilshöll.

Þessu greinir Sigmar frá á Facebook-síðu sinni en eins og greint var frá í vor seldi hann öll hlutabréfin í Keiluhöll Egilshallar og Hamborgarafabrikkunni.

Sölunni fylgdi það skilyrði að hann starfaði fyrir félagið út árið 2018 og nú er hann hættur störfum.

„Átta mánuðir er langur tími þegar maður hefur selt og hugurinn leitar annað. En með góðu samstarfsfólki þá var þetta hægt. Niðurstaðan 2018 varð enn eitt árið með aukningu í sölu og afkomu,“

„Það er gaman að skilja þannig við, gaman að skila góðu búi af sér. Sérstaklega í ljósi þess að öll fjögur árin hefur verið vöxtur í þessu góða fyrirtæki, hvort sem litið er til veltu, afkomu og starfsmannafjölda.“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Gefur Kviku sama frest til að hætta við kaup á GAMMA

Innlent

Ármann: „Höfum ekkert með stjórn GAMMA að gera“

Innlent

Tíu prósenta fækkun flugsæta í sumar

Auglýsing

Nýjast

Taka 4 millj­arð­a úr Kvik­u láti þeir ekki af „grimmd­ar­­verk­um“

Skúli hafnar sögusögnum og segir viðræður ganga vel

Icelandair hækkar í fyrstu viðskiptum

Pálmi í hópi stærstu fjárfesta í Icelandair

Lúxus­í­búðir seljast hægt: Getum ekki lækkað meira

Bill Gates vill hækka fjár­magns­tekju­skatt

Auglýsing