Alls var 16 manns sagt upp hjá Ís­lands­banka í morgun. Sam­kvæmt heimildum blaðsins var dregið úr í ráð­gjöf og í fram­línu­störfum, en einnig í öðrum deildum.

Edda Her­manns­dóttir, markaðs- og samskiptastjóri bankans , stað­festir það í sam­tali við Frétta­blaðið. Hún segir að upp­sagnirnar séu tengdar hag­ræðingar­að­gerðum bankans og hafi verið á víð og dreif í bankanum.

„Partur af þessu eru breytingar á úti­búum í Höfða og í Granda þar sem núna verður hægt að nálgast ein­faldari ráð­gjöf. Við erum að færa ráð­gjafa­þjónustuna í önnur úti­bú,“ segir Edda í sam­tali við Frétta­blaðið í dag.