Sex sóttu um embætti varaseðlabankastjóra fjármálaeftirlits sem forsætisráðuneytis auglýsti laust til umsóknar 7. febrúar.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra skipar í embættið til fimm ára að fenginni tilnefningu fjármála- og efnahagsráðherra.
Þriggja manna hæfnisnefnd sem ráðherra skipar mun fara yfir umsóknirnar sex og meta hæfni umsækjenda en þau sem sóttu um eru:
- Ásgeir B. Torfason, verkefnisstjóri
- Björk Sigurgísladóttir, framkvæmdastjóri
- Gísli Óttarsson, framkvæmdastjóri
- Guðrún Þorleifsdóttir, skrifstofustjóri
- Óttar Guðjónsson, framkvæmdastjóri
- Sigurður Erlingsson, fv. forstjóri