Ný­sköpunar­verð­laun for­seta Ís­lands verða af­hent við há­tíð­lega at­höfn á Bessa­stöðum, 20. janúar næst­komandi. Verð­launin eru veitt þeim náms­mönnum sem hafa unnið fram­úr­skarandi starf við úr­lausn verk­efna sem styrkt voru af Ný­sköpunar­sjóði náms­manna árið 2020. Stjórn sjóðsins hefur valið sex önd­vegis­verk­efni en að­eins eitt þeirra hlýtur viður­kenninguna. For­seti Ís­lands af­hendir verð­launin.

Í til­kynningu frá Rann­ís kemur fram að verk­efnin sem eru til­nefnd séu önd­vegis­verk­efni og eigi það sam­eigin­legt að vera vel unnin og frum­leg en eru afar ólík inn­byrðis . Þá eru þau talin sýna vel þá fjöl­breytni sem ein­kennir verk­efni sem sjóðurinn veitir styrki til. Þessi fjöl­breytni endur­speglar enn fremur það frjóa og marg­breyti­lega starf og nám sem há­skóla­nemar á Ís­landi og ís­lenskir náms­menn er­lendis leggja stund á. Verk­efnin sem til­nefnd eru til verð­launanna eru:

  1. Aukið að­gengi að hug­rænni at­ferlis­með­ferð (HAM): Hug­mynd að borð­spili. Verk­efnið snýr að því að hanna og fram­leiða fræðslu­spil um geð­heilsu sem byggir á hug­mynda­fræði hug­rænnar at­ferlis­með­ferðar.
  2. Betri sam­skipti við sjúk­linga sem bíða inn­lagnar og með­ferðar á sjúkra­húsinu Vogi. Mark­mið verk­efnisins var að hanna og þróa frumgerð að hugbúnaði til að að­stoða skjól­stæðinga meðan þeir bíða eftir að komast í meðferð á sjúkrahúsinu Vogi.
  3. Heila­örvun með nýtingu vef­þjóns. Í verk­efni þessu var út­búin vef­þjónusta sem að gerir not­endum kleift að um­breyta venju­legu hljóð­efni á þann hátt að það örvi á­kveðnar heila­bylgjur sem getur haft já­kvæð á­hrif á ein­stak­linga með Alz­heimers
  4. Hreinsun skólps með himnum á Ís­landi. Megin­mark­mið verk­efnisins var að at­huga hvort að hægt væri að nýta himnu­tækni hér á landi fyrir skólp­hreinsun. Með­höndlun á skólpi er eitt þeirra vanda­mála sem flestar þjóðir glíma við.
  5. Ó­róa­sjáin “Tremv” - Ný for­rits­eining fyrir jarð­skjálfta­kerfið SeisComP. Jarð­skjálfta­gögn eru burðar­biti í náttúru­vá­r­eftir­liti um allan heim, m.a. til að fylgjast með óróa í að­draganda eld­gosa. Í þessu verk­efni var hannaður nýr sjálf­bær hug­búnaður, Tremv, sá fyrsti sinnar tegundar í heiminum sem birtir ó­róa­gögn sam­tímis frá öllum jarð­skjálfta­stöðvum mæla­netsins og er bæði í opnu að­gengi og ó­háður úr­vinnslu­kerfi.
  6. Sál­fræði­leg ein­kenni ís­lenskra knatt­spyrnu­iðk­enda: Kynning og fræðsla. Í verk­efninu var unnið að því hvernig Knatt­spyrnu­sam­band Ís­lands getur stuðlað að sál­fræði­legri þjálfun ungra knatt­spyrnu­iðk­enda með mark­vissum, sál­fræði­legum mælingum og hag­nýtingu þeirra niður­staðna.

Nánar er hægt að kynna sér verk­efnin hér á heima­síðu Rann­ís.