Á­ætlað er að 208.500 ein­staklingar á aldrinum 16-74 ára hafi að jafnaði verið á vinnu­markaði í ágúst 2020 sam­kvæmt mælingu vinnu­markaðs­rann­sóknar Hag­stofu Ís­lands. Það jafn­gildir um 81,1% at­vinnu­þátt­töku.

Af vinnu­aflinu er á­ætlað að 195.900 hafi verið starfandi en 12.400 án at­vinnu og í at­vinnu­leit. Á­ætlað hlut­fall starfandi af mann­fjölda var 76,2% og hlut­fall at­vinnu­lausra af vinnu­afli 6,0%.

Þegar mælingar ágúst­mánaðar 2020 eru bornar saman við ágúst­mælingar síðustu tveggja ára sýnir saman­burður við ágúst 2019 að at­vinnu­þátt­taka hefur aukist um 1,9 prósentu­stig milli ára um leið og at­vinnu­leysi hefur aukist um 1,6 prósentu­stig. Meðal­fjöldi vinnu­stunda í ágúst 2020 var 39,5 stundir sem er 2 stundum lægra en í ágúst 2019.

Hlut­fall utan vinnu­markaðar var 18,9% í ágúst 2020 sem 1,8 prósentu­stigi lægra en í ágúst 2019. Borið saman við ágúst 2018 hefur hlut­fall starfandi dregist saman um 4,1 prósentu­stig og hlut­fall at­vinnu­lausra aukist um 3,5 prósentu­stig á­samt því að meðal­fjöldi vinnu­stunda hefur lækkað úr 41,9 stundum í ágúst 2018 í 39,5 stundir nú í ágúst 2020. Hlut­fall utan vinnu­markaðar er 1,2 prósentu­stigi hærra en í ágúst 2018.