Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa hleypt af stokkunum vefsíðunni Radarinn sem er hugsuð sem mælaborð sjávarútvegs og fiskeldis á Íslandi.

Á Radarnum er hægt að finna ýmsar upplýsingar um sjávarútveg, meðal annars um útflutningsverðmæti sjávarafurða, hvaða afurð afurð er verðmætust og hversu mikla olíu flotinn notar.

Radarinn skiptist í fimm flokka; útflutning, hagkerfið, vinnumarkað, umhverfismál og fiskeldi. Allar tölur sem birtar eru á radarinn.is eru unnar upp úr opinberum gögnum.