Birgir Jónsson, forstjóri Play, mætir í Markaðinn á Hringbraut klukkan 19 í kvöld.

Flugfélagið hóf eiginlega starfsemi fyrir sléttu ári síðan og Birgir segir þennan tíma hafa einkennst af sveiflum sem starfsfólk Play hafi sífellt þurft að bregðast við. En þannig sé það raunar alltaf í flugrekstri.

Birgir telur ekki þörf á frekari fjármögnun í bráð. Áform félagsins hafi gengið eftir að mestu og reksturinn gangi vel. Fyrirækið hafi verið vel fjármagnað frá upphafi með öfluga og stóra fjárfesta í eigendahópnum.

Reynsla WOW Air af sambærilegum rekstri hefur hingað til reynst Play ómetanleg. Birgir segir fólk ekki almennt átta sig á hvað WOW hafi í raun gert mikið fyrir ferðaþjónustu og Ísland almennt.

Play búi að þeirri reynslu og njóti góðs af bæði viðskiptasamböndum og markaðssetningu erlendis.

Klippu úr viðtalinu má horfa á hér að neðan. Þátturinn er á dagskrá Hringbrautar í kvöld kl. 19:00 og endursýndur kl. 21:00: