Ís­lands­póstur mun frá og með 3. júní næst­komandi rukka sendingar­gjald fyrir sendingar sem koma er­lendis frá. Gjaldið verður 400 krónur fyrir sendingar frá Evrópu og 600 krónur fyrir sendingar frá löndum utan Evrópu.

Í til­kynningu frá Ís­lands­pósti kemur fram að Al­þingi hafi ný­lega sam­þykkt við­auka við póst­lög sem heimilar gjald­tökuna. Gjaldinu er ætlað að standa undir dreifingu er­lendra sendinga sem hingað berast frá er­lendum póst­fyrir­tækjum. Eftir þessa breytingu munu sendingar frá út­löndum sem inni­halda vörur því bera að­flutnings­gjöld sem greidd eru til ríkisins, á­samt um­sýslu­gjaldi og hinu nýja sendingar­gjaldi sem Ís­lands­póstur inn­heimtir.

„Við gerum okkur grein fyrir því að þessi ráð­stöfun á eftir að valda ein­hverri ó­á­nægju og skiljum það vel. Ljóst er að inn­heimta sér­staks sendingar­gjalds er ó­heppi­leg leið til þess að mæta því að ekki hefur enn tekist að ná fram þeirri breytingu á al­þjóða­samningum að burðar­gjald er­lendra sendinga standi undir dreifingar­kostnaði,“ segir Helga Sig­ríður Böðvars­dóttir, fram­kvæmda­stjóri fjár­mála­sviðs Ís­lands­pósts í til­kynningu.

Í tilkynningunni segir einnig að nauð­syn­legt hafi verið að grípa til þessara ráð­stafana því verð á póst­sendingum hafi um ára­bil verið of lág til að standa straum af kostnaði á dreifingu sendinganna á Ís­landi. Ís­lands­póstur hefur þurfti að fjár­magna þennan kostnað og segir að á síðasta hafi tapið verið alls 920 milljónir krónur. Helga segir að staðan sé sú að nú­verandi fyrir­komu­lag gangi ekki lengur og að þetta hafi verið talin heppi­legast gagn­sæja leiðin.

„Undan­farin ár hefur Ís­lands­póstur tapað veru­legum fjár­hæðum á nú­gildandi fyrir­komu­lagi og ljóst er að fyrir­tækið getur með engu móti staðið undir þessum kostnaði. Við bindum vonir við að hag­stæðari samningar geti verið handan við hornið enda standa póst­fyrir­tæki víðs­vegar um heim í sömu sporum og við hér á Ís­landi en unnið er að því að ná fram breytingum á gildandi al­þjóða­samningum. Takist það má vænta þess að þá þurfi ekki að nýta heimild til inn­heimtu sér­staks sendingar­gjalds,“ segir Helga að lokum.