Markaðurinn

Sena tekur við Airwaves og Grímur hættir

Grímur Atlason lætur af störfum sem framkvæmdastjóri.

Grímur Atlason var framkvæmdastjóri hátíðarinnar frá árinu 2010. Fréttablaið/Ernir

Viðburðafyrirtækið Sena Live hefur tekið við rekstri tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves, sem haldin er í nóvember ár hvert. Grímur Atlason hefur samhliða því látið af störfum sem framkvæmdastjóri hátíðarinnar.

Úton og IA tónlistarhátíð ehf. hafa haldið utan um reksturinn frá árinu 2010, í samstarfi við Icelandair. Hátíðin hefur hins vegar verið rekin með talsverðu tapi en árið 2016 nam tapið 57 milljónum króna, og var í kjölfarið ráðist í miklar niðurskurðaraðgerðir.

Sigtryggur Baldursson, framkvæmdastjóri Úton. Fréttablaðið/Anton Brink

Sigtryggur Baldursson, framkvæmdastjóri Úton, staðfestir í samtali við Fréttablaðið að viðræður hafi staðið yfir við Senu og Icelandair, sem muni væntanlega koma til með að taka við hátíðinni. Reksturinn hafi verið erfiður líkt og fram hafi komið, enda hafi markaðurinn harðnað og breyst síðustu ár. 

Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins vildi Úton út úr samningnum vegna erfiðleika í rekstri og hefur reynt að fá ýmsa aðila að borðinu að undanförnu – meðal annars rekstraraðila Secret Solstice.

Hvorki náðist í Ísleif Þórhallsson hjá Senu né Grím Atlason, en þeir eru báðir staddir erlendis.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Viðskipti

Drógu saman seglin eftir 57 milljóna króna tap Iceland Airwaves

Húsnæðismál

Íbúðar­hús­næði á 7 mánuðum: „Pínu­lítið eins og LEGO“

Markaðurinn

Lækka kaupverðið um 480 milljónir

Auglýsing

Nýjast

Viðskipti

Fasteignafélögin undirverðlögð

Innlent

Allt að 76 prósent verð­munur á möndlu­mjólk

Innlent

Árshækkun leigu mælist 6,2% í apríl

Markaðurinn

Icelandair Group hefur söluferli á hótelum

Viðskipti

Þrjú íslensk fyrirtæki á meðal söluráðgjafa í útboði Arion

Viðskipti

Hagar tekjufærðu hluta endurgreiðslunnar frá ríkinu

Auglýsing