Innlent

Semja við elsta líf­tryggingar­fé­lag Þýska­lands

Fyrsti samstarfssamningur sem VPV gerir utan Þýskalands.

Skrifað var undir samstarfsssamninginn í höfuðstöðvum VPV. Frá vinstri eru Martin Huntemann, Stefan Burkhardt, Hákon Hákonarson, Trausti Ágústsson, Kristján Haraldsson og Torsten Poetz.

Tryggingar og ráðgjöf hefur samið við VPV, elsta líftryggingafélag Þýskalands. VPV var stofnað árið 1827 og er með höfuðstöðvar í Stuttgart. Þetta kemur fram í tilkynningu.

 „Þetta er fyrsti samstarfssamningurinn sem VPV gerir utan Þýskalands og því er þetta sannarlega tímamótasamningur. Við erum afar stolt af því að vera fyrsti samstarfsaðili VPV utan Þýskalands, í 190 ára sögu félagsins. VPV býður upp á sveigjanlega lífeyristryggingu í evrum, sem hægt er að nota sem varasjóð til útgjalda eða hægt að taka út samhliða eftirlaunum. Það er ánægjulegt að geta boðið upp á tryggingar VPV fyrir íslenskan markað," segir Hákon Hákonarson, framkvæmdastjóri Tryggingar og ráðgjafar.

Skrifað var undir samstarfssamninginn í höfuðstöðvum VPV í Stuttgart nýverið. „Þetta var mikil og löng undirbúningsvinna og tók alls tæpt eitt og hálft ár. Við erum mjög spennt fyrir að bjóða tryggingar VPV á íslenskum markaði og þýska félagið sömuleiðis. Þetta er nýjung fyrir þá að fara út fyrir Þýskaland. Það verður spennandi að sjá hvernig Íslendingar taka þessari nýju viðbót á líftryggingamarkaðnum,“ segir Hákon.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Fimm flug­ferðum WOW frestað lítil­lega seinni partinn

Innlent

Flytja tvo hvali til Vestmannaeyja

Innlent

Ber ekki skylda að koma far­þegum WOW heim

Auglýsing

Nýjast

​Önnur WOW-vél kyrr­sett

Lokað fyrir bókanir til níu á­fanga­staða á morgun

WOW air frá upphafi til enda

Macquarie eignast meirihluta í HS Orku

Ágúst seldi fyrir 10,5 milljónir í Origo

Leigu­salinn kyrr­setti vél WOW í Mon­t­réal

Auglýsing