Viðskipti

Seldu samlokur fyrir tvo milljarða

Hagnaður samlokufélagsins Sóma nam 199 milljónum króna á síðasta ári og jókst um ríflega 20 milljónir króna á milli ára, samkvæmt ársreikningi félagsins.

Alfreð Frosti Hjaltason og Arnþór Pálsson eigendur Sóma. Fréttablaðið/Valli

Hagnaður samlokufélagsins Sóma nam 199 milljónum króna á síðasta ári og jókst um ríflega 20 milljónir króna á milli ára, samkvæmt ársreikningi félagsins.

Rekstrartekjur Sóma, sem selur meðal annars tilbúnar samlokur, kjúklinga- og pastarétti og salöt, voru 2.039 milljónir króna í fyrra og jukust um 6 prósent frá fyrra ári þegar þær voru 1.923 milljónir. Rekstrargjöldin námu 1.805 milljónum króna á síðasta ári og jukust um 120 milljónir króna á milli ára en þar af hækkuðu laun og launatengd gjöld um 80 milljónir.

Um 88 manns störfuðu að meðaltali hjá Sóma í fyrra borið saman við 78 starfsmenn árið áður.

Eignir samlokufélagsins voru 936 milljónir króna í lok síðasta árs og var eigið fé þess 444 milljónir króna.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Viðskipti

Vöruhalli jókst á síðasta ári

Viðskipti

Enginn fundur flugforstjóra

Viðskipti

Stekkur hagnast um 126 milljónir

Auglýsing

Nýjast

Reitir töpuðu 876 milljónum á öðrum fjórðungi

Úrvalsvísitalan upp um 0,4 prósent

Líkur á að vöxtur einkaneyslu verði sá hægasti í fjögur ár

Hlutabréf í Mulberry hríðféllu eftir afkomuviðvörun

80 milljóna tap á rekstri Whales of Iceland

Fjármálamarkaðir opnast Grikkjum á ný

Auglýsing