Seðlabankinn seldi gjaldeyri fyrir jafnvirði um 1.200 milljónir þegar hann greip inn í gjaldeyrismarkaði á þriðjudaginn. Þessar tölur birtust í dag hjá Seðlabankanum.

Heildarvelta með gjaldeyri á millibankamarkaði þann dag nam um 3.850 milljónum, þannig að sala Seðlabankans var um 30 prósent af heildarveltunni. 

Gengi krónunnar hafði veikst um meira en tvö prósent gagnvart evrunni þann dag þegar Seðlabankinn greip inn í markaðinn um tvöleytið. Seðlabankinn hafði ekki selt erlendan gjaldeyri síðan um miðjan júlí.

Frétt Fréttablaðsins: Seðlabankinn greip inn í