Peningamál

Seðlabankinn seldi gjaldeyri fyrir 1,2 milljarða

Sala Seðlabankans á gjaldeyri var um 30 prósent af heildarveltunni á þriðjudaginn.

Gengi krónunnar hafði veikst um meira en tvö prósent gagnvart evrunni þegar Seðlabankinn greip inn í Fréttablaðið/Vilhelm

Seðlabankinn seldi gjaldeyri fyrir jafnvirði um 1.200 milljónir þegar hann greip inn í gjaldeyrismarkaði á þriðjudaginn. Þessar tölur birtust í dag hjá Seðlabankanum.

Heildarvelta með gjaldeyri á millibankamarkaði þann dag nam um 3.850 milljónum, þannig að sala Seðlabankans var um 30 prósent af heildarveltunni. 

Gengi krónunnar hafði veikst um meira en tvö prósent gagnvart evrunni þann dag þegar Seðlabankinn greip inn í markaðinn um tvöleytið. Seðlabankinn hafði ekki selt erlendan gjaldeyri síðan um miðjan júlí.

Frétt Fréttablaðsins: Seðlabankinn greip inn í

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Peningamál

Stýrivextir Seðlabankans óbreyttir

Innlent

Fátt betra en hljóð stund í garðinum með mold undir nöglunum

Byggingariðnaður

Félag Péturs í Eykt hagnast um 2,2 milljarða

Auglýsing

Nýjast

Bank­a­stjór­i Dansk­e seg­ir af sér í skugg­a pen­ing­a­þvætt­is

Bláa lónið í hóp stærstu hluthafa í Icelandair

Safnaði 7,7 milljörðum

Varða Capital tapaði 267 milljónum í fyrra

Mögu­lega sekur um „al­var­leg brot“ á sam­keppnis­lögum

Engar olíulækkanir í spákortunum

Auglýsing