Markaðurinn

Seðlabankinn með neikvætt eigið fé

Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Stefán Karlsson

Eigið fé Seðlabanka Íslands var neikvætt upp á 1,5 milljarða króna í lok síðasta mánaðar samkvæmt nýbirtum tölum úr efnahagsreikningi bankans. Heildareignir bankans námu 739,1 milljarði króna í lok febrúar og lækkuðu um 5,8 milljarða í mánuðinum en skuldirnar námu á sama tíma 740,6 milljörðum króna. Lækkuðu þær um 2,8 milljarða króna í mánuðinum.

Af heildareignum Seðlabankans námu erlendar eignir, sem eru ávaxtaðar á lágum vöxtum erlendis, 668,1 milljarði króna í lok febrúar og lækkuðu þær um 3,6 milljarða í mánuðinum. Innlendar skuldir bankans voru hins vegar 698,8 milljarðar króna í lok mánaðarins og lækkuðu um 4,1 milljarð.

Már Guðmundsson seðlabankastjóri sagði í ræðu sinni á ársfundi bankans í fyrra að framreikningar til ársins 2025 sýndu að afkoma Seðlabankans yrði að óbreyttu neikvæð frá og með þessu ári um 18 milljarða króna á ári og að eigið fé bankans yrði neikvætt í framhaldinu. Ástæðan væri sú að gjaldeyrisforði bankans væri fjárfestur á sögulega lágum vöxtum erlendis en krónuskuldir bankans bæru mun hærri vexti.

Í viðtali við Markaðinn í desember í fyrra sagði Már að sá möguleiki væri fyrir hendi að skipta gjaldeyrisforðanum upp í þrjá hluta. Einn hlutinn samanstæði þá af öruggum eignum sem væru ávallt tiltækar innan dags. Öðrum hluta yrði ráðstafað í áhættusamari og lengri fjárfestingar sem gætu gefið betri ávöxtun og þriðji hlutinn yrði settur í fjárfestingar til verulega langs tíma. „Við höfum upp á síðkastið verið að vinna í því að fara yfir rammann á fjárfestingarstefnu gjaldeyrisforðans í þeim tilgangi að ná betri ávöxtun án þess þó að taka of mikla áhættu,“ sagði hann.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Fé­lags­bú­staðir gefa út sam­fé­lags­skulda­bréf

Innlent

Sumir telji að Icelandair sitji eitt að markaðnum

Innlent

Krist­rún Tinna ráðin til Ís­lands­banka

Auglýsing

Nýjast

Við­ræðurnar loka­til­raun til að bjarga WOW

Icelandair Group hækkar um meira en fjórðung

Icelandair Group hefur viðræður við WOW air

Tekjur Isavia jukust um tíu prósent á milli ára

Nær helmingur við­skipta­krafna ISAVIA er gjald­fallinn

Ingi­mundur lætur af for­mennsku ISAVIA

Auglýsing