Innlent

Seðla­bankinn greip inn í gjald­eyris­markaðinn

Gengisveiking krónunnar gekk að miklu leyti til baka eftir að Seðlabankinn greip inn í gjaldeyrismarkaðinn um þrjúleytið í dag.

Fréttablaðið/Anton Brink

Seðlabanki Íslands greip inn í gjaldeyrismarkaðinn um þrjúleytið dag til þess að sporna gegn gengisveikingu krónunnar, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Kaup bankans á krónum stöðvuðu veikinguna og leiddu til þess að hún gekk að miklu leyti til baka.

Seldi bankinn samtals 9 milljónir evra eða sem jafngildir um 1,2 milljörðum króna, eftir því sem heimildir Fréttablaðsins herma.

Gengi Bandaríkjadalsins hafði styrkst um meira en tvö prósent gagnvart krónunni í viðskiptum dagsins þegar Seðlabankinn greip inn í markaðinn. Stóð gengið nánar tiltekið í 120,4 krónum en í kjölfar inngripsins fór gengið niður í 118,6 krónur. Til samanburðar kostaði Bandaríkjadalurinn 118,1 krónu í byrjun dagsins.

Þetta er í annað sinn í haust sem Seðlabankinn grípur inn í gjaldeyrismarkaðinn með kaupum á krónum. Síðast greip hann inn í markaðinn 11. september þegar hann seldi gjaldeyri fyrir um 1,2 milljarða króna.

Samkvæmt stefnu Seðlabankans leitast hann við að draga úr „óæskilega miklum“ sveiflum á gjaldeyrismarkaði.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Krónan veikst um meira en 2 prósent gagnvart pundinu

Innlent

Hagnaður Skeljungs jókst um 63 prósent

Innlent

Vilja svör um hvort skatt­skrá hafi verið af­hent með fyrir­vara

Auglýsing

Nýjast

Seðla­bankinn skoðar eigin verk­lag eftir dóminn

Skipta­stjóri til­kynnti Rosen­berg til ­sak­sóknara

43 milljóna króna gjald­þrot Rosen­berg

Bjóð­a Katr­ín­u á fund til að ræða Seðl­a­bank­a­mál­ið

Leig­u­v­erð hækk­að meir­a utan borg­ar­inn­ar en innan

Már upptekinn í útlöndum

Auglýsing