Innlent

Seðlabankinn greip inn í

Gengisveiking krónunnar gekk að miklu leyti til baka eftir að Seðlabanki Íslands greip inn í gjaldeyrismarkaðinn með kaupum á krónum um tvöleytið í dag.

Seðlabankinn hefur ekki verið virkur á gjaldeyrismarkaði undanfarna mánuði. Fréttablaðið/Anton Brink

Seðlabanki Íslands greip inn í gjaldeyrismarkaðinn í dag til þess að sporna gegn gengisveikingu íslensku krónunnar, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Kaup bankans á krónum stöðvuðu veikingu krónunnar sem gekk að mestu leyti til baka.

Gengi krónunnar hafði veikst um meira en tvö prósent gagnvart evrunni í dag þegar Seðlabankinn greip inn í markaðinn um tvöleytið.

Gengi krónunnar hefur veikst umtalsvert á síðustu dögum og vikum. Þannig hefur gengisvísitalan hækkað um sex prósent á undanförnum tveimur vikum en hækkun vísitölunnar táknar lækkun á virði krónunnar. Í byrjun síðustu viku kostaði ein evra 125,9 krónur en nú kostar hún um 131,8 krónur.

Mánuðina á undan var gengi krónunnar hins vegar nokkuð stöðugt og hefur Seðlabankinn af þeim sökum látið lítið sem ekkert að sér kveða á gjaldeyrismarkaði. Var tekið fram í síðustu yfirlýsingu peningastefnunefndar Seðlabankans að gjaldeyrismarkaðinn hafi verið í „ágætu jafnvægi“.

Samkvæmt stefnu bankans leitast hann við að draga úr „óæskilega miklum“ sveiflum á gjaldeyrismarkaði.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Valka reisir 1,3 milljarða vinnslu í Rússlandi

Innlent

Hlutafé Þingvangs aukið með sameiningu félaga

Innlent

Meta virði Marels 40 prósentum yfir markaðsgengi

Auglýsing

Nýjast

Citi ráðgjafi við sölu á Valitor

Andri Már í skot­línu endur­skoðenda

Þýskur banki í hóp stærstu hlut­hafa Arion banka

Ís­lands­banki hafnaði sátta­til­boði Gamla Byrs

Nýr vefur fyrir viðskiptalífið og stærri Markaður

Skulda­bréfa­eig­endur WOW fá 20 prósenta aukagreiðslu

Auglýsing