Innlent

Seðlabankinn greip inn í

Gengisveiking krónunnar gekk að miklu leyti til baka eftir að Seðlabanki Íslands greip inn í gjaldeyrismarkaðinn með kaupum á krónum um tvöleytið í dag.

Seðlabankinn hefur ekki verið virkur á gjaldeyrismarkaði undanfarna mánuði. Fréttablaðið/Anton Brink

Seðlabanki Íslands greip inn í gjaldeyrismarkaðinn í dag til þess að sporna gegn gengisveikingu íslensku krónunnar, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Kaup bankans á krónum stöðvuðu veikingu krónunnar sem gekk að mestu leyti til baka.

Gengi krónunnar hafði veikst um meira en tvö prósent gagnvart evrunni í dag þegar Seðlabankinn greip inn í markaðinn um tvöleytið.

Gengi krónunnar hefur veikst umtalsvert á síðustu dögum og vikum. Þannig hefur gengisvísitalan hækkað um sex prósent á undanförnum tveimur vikum en hækkun vísitölunnar táknar lækkun á virði krónunnar. Í byrjun síðustu viku kostaði ein evra 125,9 krónur en nú kostar hún um 131,8 krónur.

Mánuðina á undan var gengi krónunnar hins vegar nokkuð stöðugt og hefur Seðlabankinn af þeim sökum látið lítið sem ekkert að sér kveða á gjaldeyrismarkaði. Var tekið fram í síðustu yfirlýsingu peningastefnunefndar Seðlabankans að gjaldeyrismarkaðinn hafi verið í „ágætu jafnvægi“.

Samkvæmt stefnu bankans leitast hann við að draga úr „óæskilega miklum“ sveiflum á gjaldeyrismarkaði.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Fátt betra en hljóð stund í garðinum með mold undir nöglunum

Byggingariðnaður

Félag Péturs í Eykt hagnast um 2,2 milljarða

Innlent

Varða Capital tapaði 267 milljónum í fyrra

Auglýsing

Nýjast

Bank­a­stjór­i Dansk­e seg­ir af sér í skugg­a pen­ing­a­þvætt­is

Bláa lónið í hóp stærstu hluthafa í Icelandair

Safnaði 7,7 milljörðum

Mögu­lega sekur um „al­var­leg brot“ á sam­keppnis­lögum

Engar olíulækkanir í spákortunum

Eik tapaði dómsmáli gegn Andra Má

Auglýsing