Innlent

Seðla­bankinn greiddi 800 milljónir

Þjónustugjöld Seðlabankans hækkuðu um 55 prósent í fyrra. Fréttablaðið/Anton Brink

Seðlabanki Íslands greiddi á síðasta ári ríflega 793 milljónir króna í gjöld vegna gjaldeyrisútboða sem tengdust aflandskrónuútboði bankans, að því er fram kemur í ársreikningi bankans. Til samanburðar greiddi bankinn 121 milljón króna í gjöld vegna gjaldeyrisútboða árið 2016.

Samkvæmt upplýsingum frá Seðlabankanum er einkum um að ræða uppgjörskostnað vegna aflandskrónuviðskipta bankans á árinu.

Bankinn keypti aflandskrónueignir fyrir samtals 112,4 milljarða króna í fyrra. Eftir umrædd viðskipti nema aflandskrónueignir um 3,5 prósentum af vergri landsframleiðslu, en til samanburðar var hlutfallið um 40 prósent árið 2009.

Þjónustugjöld bankans námu 1,4 milljörðum króna í fyrra og hækkuðu um 55 prósent á milli ára.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Ásta Þöll og Elísabet til liðs við Advania

Innlent

Þóranna ráðin markaðsstjóri SVÞ

Innlent

Í samstarf við risa?

Auglýsing

Nýjast

Hagvöxtur í Kína í áratugalágmarki

Þróa leiðir fyrir markaðssetningu í Kína

Vilja marg­feldis­kosningu fyrir aðal­fund

Falla frá kaupréttum í WOW air

O'Leary: Lág fargjöld grisjuðu WOW air út

Simmi hættur hjá Keiluhöllinni

Auglýsing