Innlent

Seðlabankanum ekki heimilt að sekta Samherja

Höfðaði Samherji mál til ógildingar á ákvörðuninni og byggði meðal annars á því að Seðlabankinn hefði verið búinn að fella niður málið á hendur sér áður en ákvörðunin var tekin.

Seðlabankinn tók þá ákvörðun að leggja stjórnvaldssekt að fjárhæð 15 milljónir króna á Samherja. Fréttablaðið/Anton Brink

Hæstiréttur hefur staðfest niðurstöðu héraðsdóms um ógildingu ákvörðunar Seðlabanka Íslands um að leggja stjórnvaldssekt á Samherja.

Seðlabankinn hafði til rannsóknar ætluð brot Samherja á á reglum um gjaldeyrismál og í apríl 2013 beindi Seðlabankinn kæru til embættis sérstaks saksóknara vegna brotanna. 

Sérstakur saksóknari taldi að brotin gætu ekki orðið tilefni lögreglurannsóknar og saksóknar, þar sem reglur þær sem brotin beindust gegn hefðu ekki að geyma heimild til að refsa lögaðilum. Hann benti þó á að væru almenn skilyrði uppfyllt kynnu að vera forsendur til að beita stjórnsýsluviðurlögum.

Var málið aftur sent til Seðlabankans sem tók í kjölfarið ákvörðun um að kæra fjóra einstaklinga sem voru í fyrirsvari fyrir, eða störfuðu í stjórnunarstöðum hjá Samherja og tengdum félögum, fyrir brot á sömu reglum. Sérstakur saksóknari endursendi þá kæru einnig í september 2015, meðal annars með vísan til þess að reglur um gjaldeyrismál væru ekki fullnægjandi refsiheimild.

Ári síðar tók Seðlabankinn þá ákvörðun að leggja stjórnvaldssekt að fjárhæð 15 milljónir króna á Samherja. Höfðaði Samherji þá mál til ógildingar á ákvörðuninni og byggði meðal annars á því að Seðlabankinn hefði verið búinn að fella niður málið á hendur sér áður en ákvörðunin hefði verið tekin.

Í niðurstöðu sinni vísaði héraðsdómur til bréfasamskipta sem átt höfðu sér stað milli aðila áður en ákvörðunin var tekin, þar sem Samherji hafði meðal annars óskað upplýsinga um hvort rannsókn á þætti félagsins vegna ætlaðra brota væri endanlega lokið. Taldi héraðsdómur að líta yrði svo á að samkvæmt þessu hefði legið fyrir afstaða SÍ um niðurfellingu málsins og ekkert hefði komið fram í málinu um að ákvörðun Seðlabankans um að hefja meðferð máls Samherja að nýju hefði byggst á nýjum gögnum. 

Féllst héraðsdómur þá þegar af þeirri ástæðu á kröfu Samherja um ógildingu ákvörðunarinnar og staðfesti Hæstiréttur þá niðurstöðu.

Hér má lesa dóm Hæstaréttar.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Hættir sem fram­kvæmda­stjóri hjá Origo

Innlent

Arion semur við Citi um ráðgjöf vegna Valitor

Innlent

Arion banki gefur út víkjandi skuldabréf

Auglýsing

Nýjast

AGS segir Seðla­banka að af­nema inn­flæðis­höftin

170 milljarða króna verðmæti í stangveiði

Mál gegn banka­ráðs­mönnum fellt niður

Ágúst og Lýður taldir eigendur Dekhill Advisors

Gengislekinn meiri og hraðari en áður

Lágmarkstilboð 80 prósent af eigin fé

Auglýsing