Innlent

Gjafa­bréfum flug­fé­laganna líkt við vaxta­laus lán

Neytendasamtökin gagnrýna stuttan gildistíma gjafabréfa frá íslenskum flugfélögum. Mörg dæmi eru um að gjafabréfin renni út áður en hægt er að nýta þjónustuna.

Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna. Fréttablaðið/Stefán

Neytendasamtökin segja gildistíma gjafabréfa íslenskra flugfélaga of stuttan, og eru mörg dæmi um að gildistími þeirra renni út áður en hægt er að nýta þau.

Neytendasamtökin segja í tilkynningunni að eðlilegt sé að gildistími gjafabréfi séu fjögur ár, en það er almennur fyrningartími á kröfum. Gildistími gjafabréfa frá íslenskum flugfélögum er eitt ár hjá WOW air og tvö ár hjá Icelandair, og miðast tímabilið við hvenær ferðin er farin, en ekki hvenær flug er pantað.

Gildistími gjafabréfa frá WOW air er eitt ár. Fréttablaðið/Vilhelm

Segir í tilkynningu að Neytendasamtökin hafi ítrekað gagnrýnt gildistíma gjafabréfanna, en að WOW air hafi lítinn vilja sýnt til að framlengja gildistímann. WOW air hafi þó hætt sölu á gjafabréfum í kjölfar kvartana samtakanna, en að enn berist kvartanir vegna gjafabréfanna.

Neytendasamtökin bera gjafabréfin saman við vaxtalaus lán, enda hafi fjármagn borist inn í rekstur viðkomandi fyrirtækja. Segir í tilkynningunni að það sé í hæsta máta óeðlilegt að inneignin fyrnist án þess að neytandinn hafi nokkuð um það að segja.

Í ljósi kvartana sem samtökin hafa borist segjast þau ekki geta ráðlagt fólki að fjárfesta í gjafabréfum flugfélaga, þó að hugurinn sé góður. Segir í tilkynningunni að fyrirtæki sem ekki treysta sér til að hafa sanngjarnan gildistíma á gjafabréfum sínum ættu að sleppa því að selja slík bréf. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Jóhann Gísli hættur hjá GAMMA

Innlent

Eigendur IKEA á Íslandi fengu 500 milljónir í arð

Dómsmál

Norðurturninn íhugar að áfrýja dómnum

Auglýsing

Nýjast

Airbnb

ESB gefur Airbnb skýr fyrirmæli

Erlent

Rannsaka samstarf matvörurisa

Erlent

Hagvöxtur í Kína ekki minni í tvö ár

Erlent

Sagði ríkis­stjórninni að búa sig undir erfiða tíma

Þýskaland

Afkoma Deutsche langt umfram væntingar

Erlent

Debenhams segist ekki glíma við lausafjárskort

Auglýsing