Rit­stjórn frétta­skýringa­þáttarins Kveiks hefur sent frá sér til­kynningu vegna yfir­lýsinga sem birst hafa undan­farna daga á vef­síðu Sam­herja af frétta­flutningi á RÚV. Sagt er að full­yrðingarnar eigi ekki við rök að styðjast og kalli ekki á leið­réttingu, líkt og fyrir­tækið hefur krafist.

Sam­herji full­yrti meðal annars RÚV og Stundin hafi rang­­lega haldið því fram að sjö­tíu milljón dollarar hafi farið í gegnum Cape Cod FS vegna starf­­seminnar í Namibíu. Segir að hið rétta sé að 28,9 milljónir dollarar hafi verið greiddar til fé­lagsins vegna starf­­seminnar í Namibíu.

Í yfir­lýsingunni frá Kveik kemur fram, líkt og áður segir, að aldrei hafi verið full­yrt að Sam­herji eigi eða hafi átt fé­lagið. „ Hið rétta er að Kveikur sagði frá því að Sam­herji notaði fé­lagið og að starfs­maður út­gerðinnar hafi haft pró­kúru á reikningum þess í norska bankanum DNB.“

Er orð­rétt um­fjöllun Kveiks um málið birt í yfir­lýsingunni:

„Skoðun DNB á reikningum sem bankinn taldi víst að væru tengdir Sam­herja tóku meðal annars til fé­lagsins JPC Ship­mana­gement sem sá um ráðningar­samninga starfs­manna á skipum fé­lagsins víða um heim. Það var sagt móður­fé­lag annars fé­lags, Cape Cod Fs, á Mars­hall-eyjum, sem DNB taldi raunar í eigu Sam­herja. Enda hafði starfs­maður fyrir­tækisins verið meðal pró­kúru­hafa reikningsins og stofnandi.“

Þá segir jafn­framt í til­kynningunni að á­sakanir Sam­herja á hendur Helga Seljan vegna um­mæla hans um störf sem hafi tapast í Wal­vis Bay í Namibíu séu frá­leitar. Um­mæli hans hafi verið bein til­vitnun í þátt Kveiks um málið, þar sem frá­sögn Jóhannesar Stefáns­sonar, fyrr­verandi starfs­manns, um störfin sé að finna.

„Á­sakanir Sam­herja í garð frétta­mannsins um ó­sannindi eru frá­leitar. Virðast í raun snúast um til­raun fyrir­tækisins til að af­vega­leiða um­ræðuna með því að vega per­sónu­lega að frétta­manninum og draga úr trú­verðug­leika hans. Og líta al­farið fram­hjá þeim upp­lýsingum og gögnum sem komu fram í þætti Kveiks 12.nóvember og um­mæli hans byggjast á.“

Í niður­lagi til­kynningarinnar segir að full­yrðingar Sam­herja um meintar rang­færslur RÚV eigi ekki við rök að styðjast og kalli því ekki á leið­réttingu. Sam­herji hafi marg­í­trekað hafnað við­tali við Kveik um efnis­at­riði málsins og því ekki reynst unnt að fá svör við fjöl­mörgum spurningum.