Helgi Tómasson, prófessor í tölfræði og hagrannsóknum, sagði að útreikningar Hagstofunnar á launamun kynjanna væru beinlínis rangir.

Þetta sagði hann í sjónvarpsþættinum Markaðurinn sem hefur göngu sína á nýjan leik klukkan 19 í kvöld á Hringbraut.

Í þættinum er kafað ofan í saumana á launamun kynjanna og var rætt við Helga og Steinunni Bragadóttur, hagfræðing og stjórnarmann í félagasamtökunum Feminísk fjármál.

„Þetta er bara rangt form,“ sagði Helgi. „Til dæmis það blasir við að til að mynda stuðullinn um menntun, hann er bara ekki réttur. „Return to education“ ef við tökum ekki tillit til þess að „homo-economicus“ hann valdi sér menntun. Maður þarf að nota instumental breytur fyrir menntun og það er Hagstofan ekki að gera. Það er ekki „instrument“ fyrir menntun og ég hugsa að hjónabandsbreytunni sé sleppt. Þá blasir við að launamunur kynjana er kúrfa en ekki einhver prósenta. Barneignar hækka til að mynda laun karla en lækka laun kvenna.“

Steinunn Bragadóttir, hagfræðingur, sagði að hún tæki að sumu leyti undir með Helga. „Í þessari skýrslu Hagstofunnar þá er tekið mjög skýrt fram að við getum ekki dregið þá ályktun, það er að segja að út frá tölunum einum og sér, að það sé misrétti á vinnumarkaði. Þau segja það í skýrslunni. Við verðum að horfa á stóru myndina og það er rétt sem Helgi er að segja að hjúskapastaða, þegar talað er um hjónaband, það hefur jákvæð áhrif á laun karla en engin áhrif á laun kvenna. Þetta segir okkur ýmislegt um samfélagið okkar. Ummönnunarábyrgð kvenna á Íslandi er til dæmis miklu hærri en í þeim löndum sem við berum okkur saman við innan Evrópu. Ummönnunarábyrgð lendir að stærstum hluta á konum og tölfræðin sem Helgi nefnir staðfestir það.“