Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, segir það vera tímaskekkju að borgin reki fjarskiptafyrirtæki.Greint hefur verið frá því að Síminn muni selja fjarskiptafyrirtækið Mílu til franska sjóðastýringafélagsins Ardian. Heildarvirði viðskiptanna (e. enterprise value), samanlagt virði skulda og hlutafjár, er 78 milljarðar króna.

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs.

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs, segir það ekki vera á stefnuskrá Reykjavíkurborgar að selja Gagnaveituna en fylgst verði með sölunni á Mílu. „Að öðru leyti höldum við okkar áætlunum.“Eyþór segir jafnframt að fyrir 10 árum hafi það verið samþykkt að selja 49 prósenta hlut í Gagnaveitunni en það hafi ekki verið gert.

„Að okkar mati væri eðlilegt að Gagnaveitan væri ekki bundin við Orkuveituna og það væri eðlilegt að eignarhaldið væri fjölbreyttara. Það var samþykkt í planinu í kringum Orkuveituna fyrir 10 árum síðan að selja 49 prósenta hlut í Gagnaveitunni en það hefur ekki verið gert,“ segir Eyþór og bætir við að nú séu uppi kjöraðstæður til að selja Gagnaveituna.

„Vextir í heiminum eru lágir þannig að að mínu mati væri ráðlegt að hefja sölu sem fyrst. Reykjavíkurborg veitir heldur ekkert af fjármagni því borgin hefur verið að bæta við sig skuldum í hverjum einasta mánuði síðustu ár, bæði í góðæri og kreppu. Þannig að það að vera með mikið fé bundið í fjarskiptafélagi er í raun fjarstæðukennt.“