Orri Hauks­son for­stjóri Símans segist á­nægður að hafa gengið frá sam­komu­lagi við Ardian um kaup á Mílu. „Míla er nú full­kom­lega sjálf­stætt fyrir­tæki og það mun stuðla að enn betra sam­keppnis­um­hverfi á ís­lenskum fjar­skipta­markaði og verða til hags­bóta fyrir al­menning,“ segir Orri.

Sam­kvæmt frétt Rúv greiddi Ardian 78 milljarðar fyrir kaup á Mílu. „Þessi sjóður er mjög stór og vill koma miklu fé hratt í vinnu, ef svo má segja, og hefur á­huga á að byggja hraðar upp en við tvö, Síminn og Míla, hefðum getað gert,“ segir Orri í sam­tali við Rúv.

Í frétta­til­kynningu um kaupin segir að Ardian leggi á­herslu á hraðari út­breiðslu 5G og frekari út­breiðslu ljós­leiðara­nets í dreif­býli.

Sam­kvæmt kaup­samningnum tekur Ardian yfir fjár­hags­skuld­bindingar Mílu og Síminn fær því greitt um 44 milljarða króna í reiðu­fé og 15 milljarða króna í formi skulda­bréfs. Ardian hefur einnig boðið líf­eyris­sjóðum að taka þátt í kaupunum.

Í frétta­til­kynningunni segir að Ardian sé al­þjóð­legt sjóða­stýringar­fyrir­tæki með höfuð­stöðvar í París. Það er með um 114 milljarða Banda­ríkja­dali, um 14.800 milljarðar króna, í eigna­stýringu eða ráð­gjöf fyrir hönd um tólf hundruð við­skipta­vina.

Salan hefur uppskorið nokkuð af gagnrýnis- og efasemdaröddum, til að mynda frá Drífu Snædal, forseta ASÍ. „Það er alveg ljóst að franskur fjárfestingarsjóður hefur ekkert sérstakan hag af því að gagnaflutningar séu með góðu móti um allt land á Íslandi.

Þetta er að sjálfsögðu fjármálafyrirtæki, sem er ekki að hugsa samfélagslega, þannig ef það verður skortur á viðhaldi eða sjá sér hag í því að láta þetta fara, þá getur haft þetta alvarlegar afleiðingar, sérstaklega um allt land," segir Drífa í samtali við Vísi.