Innlent

Segir hörð átök skaða orðspor og afkomu

Kristófer Oliversson. Fréttablaðið/Eyþór

Hörð átök á vinnumarkaði munu skaða orðspor og framtíðarafkomu fyrirtækja í gistiþjónustu. Þetta er haft eftir Kristóferi Oliverssyni, formanns FHG – Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu og eiganda CenterHotels, í frétt Morgunblaðsins.

„Maður hugsar það ekki til enda ef skæruverkföllum verður beitt og reynt að loka fullbókuðum hótelum,“ segir Kristófer í samtali við Morgunblaðið, en CenterHotel-keðjan rekur sex hótel í miðbænum og er með tvö í byggingu.

„Það er mikill ábyrgðarhluti. Því ef gestirnir ná að koma til landsins geta þeir aldrei komið að lokuðum hótelum. Sjálfsagt eru menn að vinna í því að gera þær ráðstafanir sem unnt er hver um sig. Það verður mikill skaði fyrir orðspor okkar og framtíðarafkomu í greininni ef allt fer á versta veg og endar í hörðum átökum,“ segir Kristófer.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Marel hækkað um 29 prósent frá áramótum

Innlent

Ásgeir: „Bitnar verst á þeim sem síst skyldi“

Innlent

Bjarnheiður segir boðun verkfalla veruleikafirrta leikfléttu

Auglýsing

Nýjast

Skotsilfur: Línur að skýrast

ISI sameinar dótturfélög í Suður-Evrópu

Reiknað með 1,7 prósent hagvexti í ár

Laun myndu hækka um allt að 85 prósent

Dró upp „hryggðar­mynd“ og vísaði í Game of Thrones

Nova hefur prófanir á 5G-tækni

Auglýsing