Björg­ólfur Jóhanns­son, for­stjóri Sam­herja, segir fréttir NRK af því að DNB hafi sagt upp öllum við­skiptum við fyrir­tækið vera gamlar fréttir. Hann sendi í dag starfs­fólki Sam­herja bréf og var það birt á vef­síðu Sam­herja nú í morgun.

Ríkis­út­varpið birti meðal annars frétt um málið í gær þar sem kom fram að norski bankinn hefði sagt upp öllum við­skiptum sínum við fyrir­tækið. Á­stæðan sögð vera að­koma Sam­herja að spillingar­málum í Namibíu.

Í um­fjöllun Kveiks og Stundarinnar kom fram að Kýpur-fé­lög Sam­herja hjá DNB bankanum hafi verið mið­stöð rekstur Sam­herja er­lendis. Þar í gegn hafi meðal annars greiðslur, sem kallaðar hafa verið mútur, verið milli­færðar frá Kýpur-fé­lögum Sam­herja.

„Þetta eru gamlar fréttir og hafa því engin á­hrif á starf­semi Sam­herja og tengdra fé­laga. Þegar Sam­herji hætti í við­skiptum við DNB undir lok síðasta árs voru banka­við­skiptin færð annað og gekk það hnökra­laust fyrir sig. Það skal tekið fram að Sam­herji hafði engin lána­við­skipti við DNB,“ skrifar Björg­ólfur í bréfi sínu til starfs­manna.

„Við höfum haft þá reglu hjá Sam­herja að við tjáum okkur ekki um sam­band sam­stæðunnar við ein­staka við­skipta­vini. Ég fór hins vegar í við­töl hjá ís­lenskum fjöl­miðlum í gær þar sem ég út­skýrði að þetta væri gömul frétt sem hefði engin á­hrif á reksturinn endi ætti Sam­herji í traustu og góðu sam­bandi við alla við­skipta­banka sína.“