Markaðurinn

Segir bankakerfið á Íslandi of stórt

Sigurður Ingi Jóhannsson sagði í ræðu á flokksþingi Framsóknarflokksins í dag að nota ætti fé úr bankakerfinu til að byggja upp innviði, svo sem í samgöngum. Hann boðar stórsókn.

Sigurður Ingi Jóhannsson er fylgjandi sameiningu Fjármálaeftirlitsins og Seðlabankans. Fréttablaðið/Eyþór

Á þessu ári verður ráðist í stórsókn í samgöngum og brýnum framkvæmdum sem ekki hafði verið gert ráð fyrir í áætlun fyrir árið 2018. Þetta sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og innanríkisráðherra, á flokksins Framsóknarflokksins sem nú stendur yfir. Yfirskrift þingsins er Framsókn til framtíðar.

Sigurður sagði að nota ætti fjármuni úr bankakerfinu til innviðauppbyggingar. Því hafi verið lofað fyrir kosningar og við það verði staðið. Hann sagði að undirbúningur væri hafinn, vinna langt kominn eða vinnu lokið við 90 prósent af þeim verkefnum sem talin hafi verið upp í sáttmála ríkisstjórnarinnar.

Hér fyrir neðan er hægt að horfa á ræðu formannsins, en hún hefst  eftir níu og mínútu.

Sigurður Ingi sagði að vinna við hvítbók um fjármálakerfið standi yfir og að hún muni svara þeim spurningum sem fram hafi komið um framtíð fjármálakerfisins, svo sem um aðskilnað fjárfestinga og viðskipta, eignarhald og stærð. „Brýnt er að gera sér grein fyrir hvernig við viljum sjá þessa þætti fyrir okkur. Við höfum löngum haft þá stefnu að fjár­mála­fyr­ir­tækin eigi að vera þjón­andi fyrir heim­ilin og fyr­ir­tækin í land­inu með traust­um, trú­verð­ugum og ódýrum hætt­i,“ sagði Sigurður Ingi. Bankakerfið á Íslandi væri of stórt fyrir okkar litla hagkerfi. Eigið fé bankanna væri of mikið.

Þá sagðist hann að skynsamlegt væri að efla eftirlitið með fjármálakerfinu og að hann væri fylgjandi sameiningu Fjármálaeftirlitsins og Seðlabanka Íslands.

Seðlabanki Íslands. Fréttablaðið/Anton Brink

Sigurður Ingi ræddi um kannanir sem sýnt hafi að 73 prósent landsmanna hafi viljað Framsóknarflokkinn í ríkisstjórn. Það væri heilbrigðisvottorð um heiðarlegan flokk, skynsama stefnu og öflugt fólk. Það skipti máli hvernig gengið væri um valdið og hvernig unnið væri saman. „Þetta kunnum við Fram­sókn­ar­menn, þarna liggja rætur okk­ar, við erum komin aft­ur. Hann sagðist að lítil eftirspurn væri eftir popúlískum tilburðum að fyrirmynd „Trumpara austan eða vestan Atlantsála“. Og engin eftirspurn væri eftir illindum vinstri stjórnarinnar frá 2009 til 2013.

Í ræðu sinni fór Sigurður Ingi, sem er meðal annars ráðherra samgöngumála, um víðan völl. Hann tilkynnti að frá og með mánudeginum verður sama fargjald í Herjólf, hvort sem siglt er í Þorlákshöfn eða Landeyjahöfn. „Við ætlum einnig að gera innanlandsflugið að raunhæfari kosti fyrir íbúa í dreifðum byggðum. Sum okkar eru háð því að samgöngur á sjó séu skilvirkar. Ég hef lengi barist fyrir því að íbúar Vestmannaeyja búi við góðar samgöngur,“ sagði hann og bætti við að þetta væri byggðastefna í verki.

Hann boðaði að ríkisstjórnin myndi taka upp komugjöld til að mæta auknu álagi sem tengist ferðaþjónustu. Þá myndi gistináttagjaldið færast alfarið yfir til sveitarfélaganna.

 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Íslensk verðbréf kaupa Viðskiptahúsið

Innlent

Icelandair hækkar í fyrstu viðskiptum

Innlent

Ásett fer­metra­verð ný­bygginga hækkað í borginni

Auglýsing

Nýjast

Mun líklegri til að skilja við maka en skipta um banka

Hvítbókin: Ríkið selji í bönkunum

SFS segir alvarlegt að Ágúst fari rangt með mál

Hagkerfið tapar milljörðum á umferðartöfum

Seðlabankinn skýri stefnu sína um inngrip

Kaupir skulda­bréf til baka fyrir 21 milljarð króna

Auglýsing