For­stjóri Rio Tin­to, Jean-Sé­bastien Jacqu­es, hefur á­kveðið að stíga til hliðar í kjöl­far gagn­rýni al­mennings á hendur ál­fram­leiðandans fyrir að sprengja tvo forna hella í Pil­bara í vestur­hluta Ástralíu. Að því er kemur fram í frétt BBC var um að ræða heilaga staði frum­byggja í Ástralíu en hellarnir voru eyði­lagðir í maí.

Hellarnir voru einn mikil­vægasti forn­leifa­rann­sóknar­staður Ástralíu þar sem mann­vistar­leifar sem fundist hafa í hellinum bentu til þess að mann­fólk hafði haft bú­setu þar fyrir 46 þúsund árum. Fyrir­tækið á­kvað að sprengja hellana þar sem um átta milljón tonn af járn­grýti var að finna undir þeim.

Rio Tinto sprengdi hellana í maí til að ná járngrýti sem var að finna undir þeim.
Fréttablaðið/AFP

Viðurkenna mistökin

Í yfir­lýsingu fyrir­tækisins frá því í morgun kom fram að auk al­mennings hafi hlut­hafar látið í ljós gagn­rýni sína vegna málsins. Fleiri hátt settir starfs­menn koma til með að láta af störfum fyrir árs­lok vegna málsins en Jacqu­es mun sinna starfi for­stjóra fram til mars eða þar til eftir­maður hans hefur verið skipaður.

Ástralska þingið rann­sakar nú að­gerðir fyrir­tækisins en fyrir­tækið sjálft gerði rann­sókn fyrr á árinu þar sem á­kveðið var að að­gerðir fyrir­tækisins hafi ekki átt rétt á sér. Á­kveðið var að skera á bónusa yfir­manna í kjöl­farið og vinna hafin við að bæta tengsl við frum­byggja í Ástralíu.