Seðlabanki Íslands greip ekkert inn í gjaldeyrismarkað í síðustu viku, hvorki með kaupum né sölu á gjaldeyri, en samtals nam veltan á markaði 91 milljón evra, jafnvirði um 14 milljarða íslenskra króna, samkvæmt hagtölum bankans.

Gengi krónunnar, sem hafði lækkað nokkuð skarpt vikurnar á undan, styrktist lítillega gagnvart evrunni í liðinnu viku.

Vikuna áður, dagana 9. til 13. mars, hafði Seðlabankinn selt gjaldeyri fyrir samtals um átta milljarða króna til að reyna að vega á móti gengislækkun krónunnar á þeim tíma. Föstudaginn 13. mars nam þannig sala bankans á gjaldeyri um 3,6 milljörðum og hefur hann ekki selt jafnmikinn gjaldeyri á markaði á einum degi frá því að minnsta kosti 2008.

Fram kom í máli Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra á fundi bankans síðastliðinn miðvikudag að hann teldi að meiri stöðugleiki væri að komast á gjaldeyrismarkaðinn. Þá ætti hann ekki von á því að gengislækkun síðustu vikna myndi hafa mikil áhrif á verðbólguhorfur