Vextir Seðla­banka Ís­lands verða hækkaðir um eina prósentu, sam­kvæmt yfir­lýsingu frá peninga­stefnu­nefnd bankans í morgun. Vextir á sjö daga bundnum inn­lánum hjá bankanum verða 4,75 prósent.

Stýrivextir hafa hækkað hratt undanfarna mánuði en þann 4. maí síðastliðinn hækkuðu þeir síðast úr 2,75% í 3,75%.

Í yfir­lýsingu í morgun segir að hag­vöxtur á fyrsta árs­fjórðungi hafi verið nokkuð meiri en gert var ráð fyrir.

„Vís­bendingar eru jafn­framt um að þróttur inn­lendra um­svifa verði á­fram kröftugur og hlut­fall fyrir­tækja sem segjast skorta starfs­fólk hefur ekki mælst hærra frá árinu 2007. Á móti vegur að væntingar bæði heimila og fyrir­tækja um efna­hags­fram­vinduna hafa heldur dalað og tölu­verð ó­vissa er um al­þjóð­legar efna­hags­horfur,“ segir í yfir­lýsingunni.

Verð­bólga hefur hækkað í maí og mældist 7,6 prósent. Hækkun hús­næðis-, olíu- og hrá­vöru­verðs vegur þungt, sam­kvæmt yfir­lýsingunni.

„Peninga­stefnu­nefnd telur lík­legt að herða þurfi taum­hald peninga­stefnunnar enn frekar til að tryggja að verð­bólga hjaðni í mark­mið innan á­sættan­legs tíma. Peninga­stefnan mun á næstunni ráðast af þróun efna­hags­um­svifa, verð­bólgu og verð­bólgu­væntinga. Á­kvarðanir í at­vinnu­lífi, á vinnu­markaði og í ríkis­fjár­málum munu skipta miklu um hversu hátt vextir þurfa að fara,“ segir í yfir­lýsingunni.