Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka stýrivexti bankans um 1 prósent.

Greiningardeildir bankanna höfðu spáð vaxtahækkun á bilinu 0,5-1 prósent þannig að hækkunin er í efsta kanti þess bils.

Stýrivextir bankans eru nú komnir í 3,75 prósent á meðan stýrivextir Evrópska Seðlabankans eru enn í 0 prósentum þrátt fyrir að verðbólga þar sé, enn sem komið er, meiri innan ESB en hér á landi.

Stýrivextir Seðlabankans urðu lægstir 0,75 prósent í heimsfaraldrinum en Seðlabankinn hefur nú hækkað þá um þrjú prósentustig á einu ári, en þetta er fimmföld hækkun vaxta.

Fréttin hefur verið uppfærð.