Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka stýrivexti um 0,5 prósentur og verða því 2 prósent. Þetta kemur fram í yfirlýsingu Peningastefnunefndarsem birt var fyrir skömmu.

Í yfirlýsingunni segir að að verðbólga hafi aukist í október og mælst 4,5 prósent.

„Framlag innlends kostnaðarþrýstings, hækkunar húsnæðisverðs og launa hefur skýrt stóran hluta verðbólgunnar undanfarið en áhrif hækkana alþjóðlegs olíu- og hrávöruverðs hafa einnig aukist. Undirliggjandi verðbólga er hins vegar minni og hefur hjaðnað undanfarna mánuði," segir í í yfirlýsingunni.

Jafnframt kemur fram að verðbólguhorfur hafi versnað frá því í ágúst.

„Verðbólguhorfur hafa versnað nokkuð frá því í ágúst sem m.a. má rekja til þrálátari alþjóðlegra verðhækkana, hraðari viðsnúnings í innlendum efnahagsumsvifum og hækkunar launakostnaðar. Horfur eru á að verðbólga aukist áfram á næstu mánuðum en taki síðan að hjaðna enda haldist kjölfesta verðbólguvæntinga við markmið."