Seðlabankinn greip tvisvar inn í gjaldeyrismarkaðinn í ágúst. Föstudaginn 20. ágúst seldi hann sex milljóna evra, jafnvirði 904 milljónir króna, og á mánudaginn 23. ágúst seldi hann þrjár milljónir evra, jafnvirði 452 milljóna króna. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans.

Íslenska krónan veiktist á móti gjaldmiðlum helstu viðskiptalanda okkar í ágúst. Í lok mánaðarins stóð evran í 149,6 krónum í samanburði við 146,9 í lok júlí. Um er að ræða tæplega 1,8 prósenta veikingu. Bandaríkjadalur stóð í 126,4 í samanburði við 123,3 í lok júlí og nam veikingin 2,5 prósentum.

Velta á gjaldeyrismarkaði nam 18,3 milljörðum króna og dróst saman um 13 prósent milli mánaða. Hlutdeild Seðlabankans var 1,3 milljarðar eða sjö prósent af veltu, segir í Hagsjá.