Seðlabanki Íslands greip inn í gjaldeyrismarkaði í gær þegar hann keypti gjaldeyri til að vega á móti gengisstyrkingu krónunnar. Hún hafði þá styrkst um nærri eitt prósent í viðskiptum dagsins þegar bankinn kippti henni til baka.Þetta kemur fram í frétt Innherja.

Þetta er í fyrsta sinn frá því í október í fyrra sem Seðlabankinn beitir gjaldeyrisinngripum á markaði.

Heimildir Innherja herma að Seðlabankinn hafi keypt gjaldeyri fyrir 9 milljónir evra, jafnvirði rúmlega 1.300 milljónir íslenskra króna.

Gjaldeyrisinngrip Seðlabankans nú koma á sama tíma og verðbólga hefur farið hækkandi – tólf mánaða verðbólga mælist 5,1 prósent – en sterkara gengi krónunnar ætti að öðru óbreyttu að draga úr verðbólguþrýstingi, segir í frétt Innherja.