Seðlabanki Evrópu hefur kynnt ný áform um frekari kaup á skuldabréfum fyrir 750 milljarða evra, jafnvirði 14 þúsund milljarða króna, til að bregðast við versnandi efnahagshorfur vegna kórónaveirunnar.

Seðlabankinn tilkynnti í dag að skuldabréfakaupin hefjist á þessu ári og myndu ná til bæði ríkisskuldabréfa og fyrirtækjaskuldabréfa. Financial Times greinir frá því að kaupin munu vara þangað til bankinn metur að evrópska hagkerfið sé komið fyrir vind.

„Óviðjafnanlegar aðstæður krefjast óviðjafnanlegra úrræða,“ skrifaði Christina Lagarde, seðlabankastjóri Evrópu, á Twitter eftir að tilkynnt hafði verið um áformin.

„Það eru engin takmörk fyrir skuldbindingum okkar gagnvart evrunni. Við erum ákveðin í því að nota tæki okkar og tól til hins ýtrasta.“

Seðlabanki Evrópu mun kaupa skuldabréf fyrir þúsund milljarða evra á næstu mánuðum sem eru umfangsmestu skuldabréfakaup í sögu bankans.