Seðlabanki Evrópu setti sér nýtt markmið um tveggja prósenta verðbólgu og sagði að hann myndi láta það viðgangast að verðbólga fari tímabundið yfir markmiðið þegar þörf krefur. Þetta mun gefa bankanum tækifæri á að halda stýrivöxtum lágum lengur. Þetta kemur fram í frétt Financial Times.

Áður var markmiðið nálægt en fyrir neðan tvö prósent. Stefnusmiðir segja að það hafi verið of óljóst og gefið í skyn þak á verðhækkanir.

Verðbólga og stýrivextir hafa lengi verið lágir á evrusvæðinu. Í yfirlýsingu Seðlabankans kom fram þau skilaboð að það kunni að vera að bankinn reyni að hleypa af stað verðbólgu þannig hún fari yfir markmið.

Sérfræðingar vekja þó athygli á að Seðlabanki Evrópu fjallaði ekki um hvernig yrði staðið að því að ná verðbólgu upp að tveggja prósenta markmiðinu.

Seðlabankinn Evrópu gengur þó ekki jafn langt og sá bandaríski sem á síðasta ári innleiddi sveigjanlegt verðbólgumarkmið og mun því stefna að því að verðbólga fari yfir markið til að vinna upp tímabil þar sem hún var undir markmiðinu.

Bankinn tilkynnti einnig aðgerðir gegn loftlagsbreytingum. Hann mun ekki kaupa eignir eða nýta sem veð eignir frá fyrirtækjum sem menga umfram loftlagsmarkmið Evrópusambandsins.