Miklar á­skoranir eru hjá fjöl­mörgum fyrir­tækjum hér á landi, ekki síst í iðnaði og verslun, vegna verð­hækkana á hrá­vöru og flutningum. Sam­hliða þessu veldur vöru- og að­fanga­skortur ýmsum vand­ræðum. Hag­fræðingur Sam­taka iðnaðarins (SI) segir að á­standið leiði til aukins kostnaðar við fram­leiðslu, meiri verð­bólgu víða um heim og kaup­máttar­skerðingar heimilanna.

„Þetta á­stand tengist efna­hags­batanum í heiminum sem fram­boðs­hliðin hefur átt í erfið­leikum með að mæta,“ segir Ingólfur Bender, aðal­hag­fræðingur SI.

Verð­bólga há í sögu­legu sam­hengi

For­dæma­lítil verð­bólga er í Banda­ríkjunum, 6,2 prósent á árs­grund­velli og 4,9 prósenta verð­bólga á evru­svæðinu. „Þetta er mjög mikil verð­bólga í sögu­legu sam­hengi og yfir verð­bólgu­mark­miði bæði banda­ríska og evrópska seðla­bankans,“ segir Ingólfur.

Sumar tegundir af hrá­vöru hafa stökk­breyst í verði á árinu. Liþíum hefur hækkað um 340 prósent. Þá hefur magnesíum hækkað um 153 prósent. Verslunar­menn, ekki síst í byggingar­iðnaði, segjast hafa lent í vand­ræðum vegna skorts á silíkoni og magnesíum.

Ingólfur Bender, aðal­hag­fræðingur SI.
Mynd/Aðsend

Ingólfur segir að timbur og stál séu meðal þess sem hafi hækkað í verði, allt niður í smæstu skrúfur. Við­spyrnan í efna­hags­lífinu eftir Co­vid hafi fylgt hratt vaxandi eftir­spurn, sem hafi orðið meiri en sem nemur fram­leiðslu- og flutnings­getu. Skortur á gámum hafi bæði tafið flutninga á heims­vísu og hækkað verð þeirra. Kostnaður við flutning á 40 feta gámi frá Austur-Asíu til Norður-Evrópu hefur nær tí­faldast frá upp­hafi far­aldursins.

„Á­standið hefur varað lengur en greiningar­aðilar reiknuðu með í fyrstu,“ segir Ingólfur. „Við sjáum að bæði fyrir­tæki og heimili þurfa að taka á sig aukinn kostnað, aukna verð­bólgu og lækkun kaup­máttar. Þetta gæti líka leitt til hækkunar á vöxtum, ekki síst ef þetta hefur á­hrif á verð­bólgu­væntingar.“

Ás­geir Jóns­son seðla­banka­stjóri segist binda vonir við að há­markinu sé náð í hrá­vöru­verðs­hækkunum. Seðla­bankinn hafi litla stjórn á er­lendri verð­bólgu, en verk­efnið sé að gæta þess að á­hrifin fari sem minnst út í kerfið.

Kostnaður við flutning á gámi frá Asíu til Ís­lands hefur tí­faldast.
Fréttablaðið/Anton Brink

Ás­geir varar við því að fyrir­tæki noti tæki­færið nú um­fram að­stæður til að hækka vöru­verð. Slíkt gæti haft á­hrif á kjara­samninga. Þá sé á­kveðin hætta á að við­varandi fjögurra til fimm prósenta verð­bólga leiði til aga­leysis.

„Það er ekki hægt að úti­loka að þetta á­stand leiði til vaxta­hækkana ef þessi þróun leggst með öðrum þáttum,“ segir Ás­geir. „En hækkun á hrá­vöru þýðir ekki bara tap heldur líka tæki­færi fyrir út­flutning á áli frá Ís­landi og í sjávar­út­vegi.“

Svanur Karl Grjetars­son, eig­andi MótX, byggingar­fyrir­tækis á í­búða­markaði, segir dæmi um allt að 30 prósenta hækkun á timbri.

„Menn eru að reyna allt hvað þeir geta til að hag­ræða og stýra inn­kaupum þannig að verð­hækkunum sé stillt í hóf. En það er högg þegar flutnings­kerfið lamast á þennan hátt og að­föng verða erfið. Það er ekki auð­velt að búa á eyju þegar svona árar,“ bætir hann við.