Efna­hags- og við­skipta­nefnd Al­þingis heldur opinn fjar­fund klukkan 9 í dag þar sem skýrsla fjár­mála­eftir­lits­nefndar verður kynnt. Bæði Ás­geir Jóns­son seðla­banka­stjóri og Unnur Gunnars­dóttir vara­seðla­banka­stjóri fjár­mála­eftir­lits verða gestir fundarins.

Í fjármálaeftirlitsnefnd sitja varaseðlabankastjóri fjármálaeftirlits, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika og þrír sérfræðingar í málefnum fjármálamarkaðar sem ráðherra sem fer með málefni fjármálamarkaðar skipar til fimm ára í senn.

Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinni út­sendingu hér að neðan