Skipulagsbreytingar hafa verið gerðar hjá Símanum og dótturfélögum þess sem hefur áhrif á 25 starfsmenn. Guðmund­ur Jó­hanns­son, upp­lýs­inga­full­trúi Sím­ans, staðfestir þetta í samtali við Fréttablaðið.

„Síminn er ekki ónæmur fyrir því ástandi sem nú varir, reikitekjur hafa til dæmis nær horfið þar sem erlendir ferðamenn eru ekki að reika í okkar kerfum. Við höfum verið að forgangsraða verkefnum upp á nýtt til að bregðast við breyttum aðstæðum sem þýðir að verkefnastaða og áherslur hafa breyst,“ segir Guðmundur.

Skipulagsbreytingarnar eru þvert á svið og deildir og hefur sautján manns verið sagt upp. Hluta starfsfólks voru boðin önnur störf innan samstæðunnar, þá í öðrum deildum eða dótturfélögum og systurfélögum Símans.

„Því miður voru sautján góðir samstarfsfélagar að kveðja okkur í þessum breytingum.“