Sigurður Ingi Jóhanns­son, sam­göngu- og sveitar­stjórnar­ráð­herra og for­maður Fram­sóknar­flokksins, segir það „sárt og ó­þolandi“ að vera bendlaður við spillingar­mál í kvik­myndinni The Laun­dromat, sem fram­leidd er af Net­flix og var gefin út í gær. Fram­setningin sé röng enda hafi það verið Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, fyrr­verandi for­maður Fram­sóknar­flokksins, sem hafi tengst Panama-skjölunum - ekki hann sjálfur.

„Undan­farna daga hefur rignt yfir mig skeytum og sím­tölum með á­bendingum um myndina The Laun­dromat sem er að­gengi­leg á Net­flix. Í henni er fjallað um Panama-skjölin og lög­fræði­stofuna Mossack Fon­se­ca. Svo illa vill til að í henni birtist mynd af mér þegar fjallað er um spillta þjóðar­leið­toga,“ skrifar Sigurður Ingi á Face­book.

„Eins og fólki er ef­laust í fersku minni þá var at­burða­rásin á þann veg að þegar upp komst um eignir Sig­mundar Davíðs Gunn­laugs­sonar, þá­verandi for­sætis­ráð­herra, í skatta­skjólum Mossack Fon­se­ca var hann knúinn til að segja af sér,“ bætir hann við.

Falsfréttir eru og verða vandamál

Sigurður segir þetta hafa verið erfiða tíma og Ís­lendinga afar reiða og því hafi það verið erfitt að setjast í stól for­sætis­ráð­herra, þegar Sig­mundur Davíð sagði af sér em­bættinu.

„Eins og mér þykir það sárt og ó­þolandi að vera bendlaður við þessi spillingar­mál í The Laun­dromat þá verður myndinni vart breytt úr þessu. Fals­fréttir eru og verða vanda­mál á tækni- og upp­lýsinga­öld. Það er á­skorun fyrir fjöl­miðla­heiminn og fram­leið­endur efnis að hafa sann­leikann á­vallt að leiðar­ljósi.“

Aðal­per­sóna kvik­myndarinnar er leikin af stór­leik­konunni Mer­yl Streep. Í myndinni er birt skjá­skot frá Time þar sem segir að Sig­mundur Davíð hafi sagt af sér em­bætti vegna upp­ljóstrana úr Panama-skjölunum og að Sigurður Ingi hafi tekið við em­bættinu. Sigurður Ingi er mynd­birtur í kvik­myndinni, en Sig­mundur Davíð ekki.

Færsla Sigurðar Inga í heild:

Undanfarna daga hefur rignt yfir mig skeytum og símtölum með ábendingum um myndina The Laundromat sem er aðgengileg á...

Posted by Sigurður Ingi Jóhannsson on Monday, October 21, 2019