Innlent

Sam­þykktu skil­mála­breytingar á skulda­bréfum WOW

Skúli Mogensen, forstjóri og eigandi WOW air. Anton Brink

Kröfuhafar WOW air hafa samþykkt breytingatillögur við skuldabréfaútgáfu flugfélagsins. 

Þetta kemur fram á heimasíðu WOW air.

Fjárfesting bandaríska fjárfestingarfélagsins Indigo í WOW air er háð niðurstöðunni í viðræðunum við skuldabréfaeigendur WOW air. Er skilyrði fyrir fjárfestingunni að skuldabréfaeigendur samþykki niðurfellingu á breytirétti að hlutafé í WOW air.

Þeir sem tóku þátt í skuldabréfaútboði flugfélagsins, sem lauk um miðjan septembermánuð, fengu sem kunnugt er kauprétt að hlutafé í félaginu sem nemur helmingi af höfuðstól skuldabréfanna. 

Eins og greint var frá um miðjan desember hafa Indigo Partners og WOW air komist að samkomulagi um að Indigo fjárfesti fyrir allt að 75 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði tæplega 9,4 milljarða króna, í WOW air. Samkomulagið feli í sér að Indigo kaupi hlutabréf í WOW air og þá er fjárfestingafélagið með það til skoðunar að gefa út breytanlegt skuldabréf til flugfélagsins. Samtals nemi fjárfestingin í WOW air 75 milljónum Bandaríkjadala. Fjárfestingin er sem áður segir háð niðurstöðunni í viðræðunum við skuldabréfaeigendur WOW air sem nú er ljós.


Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Prentmet kaupir prentsmiðjuna Odda

Innlent

Aukinn hagnaður Júpiters

Innlent

178 milljóna króna gjaldþrot SPRON-félags

Auglýsing

Nýjast

Már: Ég bjóst síður við þessu

Fé­lag um vind­myllur í Þykkva­bæ gjald­þrota

Tölu­verð verð­lækkun á fast­eigna­markaði

Hluta­bréf í Icelandair rjúka upp í verði

Afland­skrónurnar fara hægt út

Óbreyttir stýrivextir

Auglýsing