Skulda­bréfa­eig­endur í WOW air hafa sam­þykkt að breyta skulda­bréfum sínum í hluta­fé. Formlegar viðræður við fjárfesta um fjármögnun félagsins eru hafnar. Þetta kemur fram í til­kynningu frá WOW air

„Þetta er stórt skref í fjár­hags­legri endur­skipu­lagningu fé­lagsins sem ætlað er að tryggja sjálf­bærni þess til lengri tíma,“ segir í til­kynningunni. 

Sjá einnig: Kurr í starfsfólki: „Ekki hugsunin að ráðast á WOW“

Þátt­tak­endur í skulda­bréfa­út­boði WOW air, sem léðu flug­fé­laginu um 7,9 milljarða króna síðasta haust, sem og aðrir kröfu­hafar fyrir­tækisins, funduðu í þriðja sinn á stuttum tíma í gær. Til stendur að um­breyta skuldum fé­lagsins í 49 prósent hluta­fjár. 

Þá gerir áætlunin ráð fyrir því að 51 prósent félagsins verði seld fyrir um 40 milljónir dala, jafnvirði um 5 milljarða króna, í þeim tilgangi að forða félaginu frá þroti og gera rekstur þessi betri. 

Fréttin hefur verið upp­færð.